Sit nu i stofunni hja fjolskyldunni vid heimilistolvuna. Veit ei hversu ytarlegt eg a ad hafa thetta.
En a fostudaginn var flugid og thad gekk mjog vel. Svo sotti einhver afs kall okkur islensku stelpurnar asamt einni saenskri. Svo var farid a komunamskeidid i Paris sem var gaman thratt fyrir dass af hangsi. Eg lenti i herbergi med einni Kanadiskri stelpu, Ny Sjalenskri og Tailenskri. A laugardaginn forum vid svo i skodunarferd um Paris en vorum samt i rutunni allan timan nema vid forum ut hja eiffelturninum og tokum myndir og svona. A sunnudaginn var eg vakin klukkan 5, asamt nokkrum odrum bara svo vid gaetum bedid i 3 tima a lestarstodinni. Vid vorum frekar morg ad fara til Lille eda um 12 krakkar held eg. Svo a lestarstodinni tok fjolskyldan a moti manni. Svo foru allir a einhvern stad og allir thurftu ad kynna sig a fronsku en thad gekk samt fint. Vid fjsk forum svo og fengum okkur ad borda og svona. Restin af deginum for svo bara i ad koma ser fyrir. Nuna naestu tvaer vikurnar gisti eg i herbergi med host-systur minni en veit samt ekki alveg afhverju. En herbergid mitt sem eg fae svo er pinkulitid svo eg kvarta ekki; rett svo kemst eitt rum inn i thad. Fjolskyldan er allt i lagi en eg er ad reyna ad vera jakvaed og daema ekki of hart strax. Stelpan svoleidis elskar hesta. Hun tjadi mer thad i gaer ad einn brodirinn elskar truda og eg sa inn til hans og thad vard allt i sirkusmyndum og svoleidis kripi heitum.
Eins og stadan er nuna a eg ekki eftir ad koma heim algjor feitabolla. Eg er bara aldrei svong en reyni samt ad troda einhverju i mig. Eg miskildi lidid i gaer thannig ad nu halda thau ad eg bordi ekki mjolk ut a morgunkornid mitt. Svo i morgun bordadi eg thurrt Lionbarkorn. Thau eiga sem sagt bara sukkuladikorn. Eg hef heldur ekki sed avexti herna og i gaer var FRYSTIflatbaka i kvoldmat.
Thad er eitthvad pinu vesen med skolann en thau eru ad reyna ad skipta svo eg fari i einkaskola. En thad kostar peninga svo mamma og pabbi thurfa ad blaeda.
Thad er mjog othaegilegt ad skilja ei sjitt en thad kemur.
Sakna allra svaka mikid er buin ad vera med slatta mikla heimthra.
En nuna er eg ad fara i gongutur med einum brosa ad saekja einhvern dreng sem kjellan er ad passa.
Baejo ; Plis kemmentid
Monday, September 7, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Sæl elsku Berta mín
ReplyDeleteþetta er mikil reynsla fyrir þig - annar menningarheimur þó hann sé ekki langt frá Íslandi. Allt verður auðveldara þegar þú ferð að geta tjáð þig meira...
Gangi þér rosalega vel með allt.
ástar og hvatningar kveðja frá Gunnu móðursystur
Hæ sæta frænka
ReplyDeletegaman að lesa fyrstu færsluna þína, þetta er nú svoldið mikið ólíkt því sem þú átt að venjast, en verður örugglega miklu betra um leið og þú skilur meira og getur gert þig betur skiljanlegra - færð þá allavega góðan morgunmat, hihi.
ástarknús, Helga og lillan
Hæhæ elsku sys!
ReplyDeleteÉg hló þegar ég las um trúðana hehe!
Franskan verður nú fljót að koma og þá verður þetta allt saman auðveldara :)
kær kveðja, Unnar
Elsku Berta
ReplyDeleteGaman að geta fylgst með. Þetta verður allt auðveldara með tímanum og
fínt þegar skólinn er byrjaður og þú getur gert þig almennilega skiljanlega - þú verður ekki lengi að því ef ég þekki þig rétt.
Knús frá mömmu
Hæ Berta mín!
ReplyDeleteGaman að heyra hvernig gengur hjá þér. Stelpurnar voru búnar að segja mér frá sirkus þráhyggjunni sem er aðeins of fyndið sem og lýsingin á konunni:D Strax og þú nærð tökum á frönskunni á þetta eftir að vera mun auðveldara! Hlakka til að heyra meira frá þér, hugsa oft til þín.
Hófí
Hæ elsku Bertan mín
ReplyDeleteMikið gaman að fá aðeins að fylgjast með þér, vertu dugleg að blogga. Hér ríkir mikið þunglyndi eftir brottför þína og svo er ekkert að gerast svo þú ert ekki að missa af miklu. Haha vá hvað þetta með matinn er skondið, vonandi finnur þú ávexti í bráð, annars sendi ég þér bara epli með póstinum. Gefðu pípsinu séns, þau hljóma mjög ólík þinni góðu familíu en ég er viss um að þér mun fara að þykja vænt um þau innan tíðar. Varðandi trúðinn hann bróður þinn, þá já er frekar mikið fyndið. Veit ei hvort þetta telst sem komment, er farið að minna á tölvupóst svo ég hætti hér;)
1000 knús til þín yfir hafið
Marta
Hæ elsku Berta
ReplyDeleteGaman að fá fréttir af þér. Við munum fylgjast vel með nýjum færslum af lífinu í Frakklandi.
Kær kveðja frá okkur öllum, Eyfi, Elma, Skjöldur Orri og Guðrún Sigríður
Hæ elsku Berta mín :D
ReplyDeleteég hló og hló upphátt hérna í stofunni hjá stelpunum.. Ég ætla að vera dugleg að lesa frá þér og þú færð örugglega mail frá mér bráðlega :D
bæjó :D
Sæl Berta mín. Ég sé að það tekur á að aðlagast nýju umhverfi. En er það ekki einmitt tilgangurinn ... að kynnast nýju menningarumhverfi? Vonandi gengur allt vel þegar skólinn byrjar ... og þú kynnist unglingum á þínum aldri. Hlakka til að heyra af því. Kær kveðja, Aldís
ReplyDeleteGott að allt gengur betur hjá þér ... þú ert greinilega að byrja að aðlagast. Franskan kemur svo, fyrst skilningurinn en talið síðar. Það verður aldeilis fínt fyrir þig í framtíðinni að geta talað frönsku! Amma og afi sakna þín mikið. Kær kveðja, Aldís
ReplyDelete